Viðurkenningar á uppskeruhátíð

Viðurkenningar á uppskeruhátíð búgreinafélaga og hestamanna í A-Hún á Blönduósi 27. nóvember 2010
Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn héldu búgreinafélögin í A-Hún og hestamannafélagið Neisti sameiginlega uppskeruhátíð eins og undanfarin ár. Var þar litið yfir helstu afrek í búfjárrækt og hestamennsku undanfarið ár og veittar viðurkenningar fyrir þau.

Félag sauðfjárbænda í A-Hún

1) Besta ómmæling gimbrahjarðar í A-Hún 2010

Þau verðlaun hlutu Jóhanna og Gunnar á Akri en meðaltal 95 gimbra er þar voru skoðaðar var 30 mm.

2) Hæst dæmdi lambhrútur í A-Hún 2010

Þau verðlaun hlutu Jóhanna og Gunnar á Akri fyrir lambhrút nr 740-1 en sá hlaut 87,5 heildarstig. Hann er sonur Blæs 08-466 og 07-703.

3) Verðmætasta lambið í A-Hún 2010

Þessi verðlaun hlutu Jón og Eline á Hofi í Vatnsdal fyrir lamb nr. 1715 sem var slátrað í 37. viku, var 24,7 kg og fór í U3. Verðmæti þess var því 11.461 kr.

4) Mestu framfarir í kjötmati á milli ára í A-Hún 2010

Þau hlutu Guðmundur og Anna í Öxl en gerðarmat þar hækkaði um 1,58 á milli ára.

5) Besti hrútur í afkvæmarannsókn í A-Hún 2010

Þau verðlaun hlutu Sigurður og Þóra á Stóru-Giljá nú í annað sinn fyrir hrútinn Lambás nr. 07-648 en hann fékk heildareinkunnina 140,2 út úr afkvæmarannsókn sem skiptist þannig að úr líflambahluta fékk hann 145,5 og úr sláturlambahluta 134,8 í einkunn. Lambás er kaupahrútur frá Sveinungsvík í Þistilfirði.

Verðlaun Samtaka Hrossabænda í A-Hún

Hæst dæmdu kynbótahrossin ræktuð af félagsmanni í Samtökum hrossabænda A-Hún.

HRYSSUR.

4 vetra. Heiðdís frá Hólabaki
F. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum M. Dreyra frá Hólabaki.
8,04 fyrir sköpulag og 7,73 fyrir hæfileika aðaleink. 7,85.
Ræktandi og eigandi.Björn Magnússon. Sýnandi var Agnar Þór Magnússon.

5 vetra. Framtíð frá Leysingjastöðum.
F. Orri frá Þúfu. M. Gæska Frá Leysingjastöðum.
8,44 fyrir sköpulag, 7,89 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,17.
Ræktandi og eigandi Hreinn Magnússon
Sýnandi Ísólfur Líndal Þórisson.

6 vetra. Ólga frá Steinnesi
F. Gammur frá Steinnesi M. Hnota frá Steinnesi.
8,42 fyrir sköpulag. 8,09 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,22.
Ræktandi Jósef Magnússon. Eigandi. Magnús Jósefsson . Sýnandi Mette Mannseth.

7 vetra og eldri. Næla frá Sauðanesi
F. Snorri frá Sauðanesi M. Saga frá Sauðanesi .
8,46 fyrir sköpul. 7,89 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,12
Ræktandi Þórður Pálsson, eigandur Auðbjörn Kristinsson
Sýnandi Ásdís Helga Sigursteinsdóttir.

STÓÐHESTAR.

4.vetra. Magni frá Sauðanesi.
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi.
8,26 fyrir sköpulag. 7,64 fyrir hæfil. Aðaleink. 7,89
Ræktandi og eigandi. Páll Þórðarson. Sýnandi Tryggvi Björnsson.

5 vetra. Tjaldur frá Steinnesi.
F. Adam frá Ásmundarstöðum M. Sif frá Blönduósi.
8,13 fyrir sköpul. 7,91 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,00.
Ræktandi Magnús Jósefsson. Eigendur Magnús Jósefsson og Agnar Þór Magnússon
Sýnandi Agnar Þór Magnússon.

6 vetra Kiljan frá Steinnesi.
F. Klettur frá Hvammi M. Kylja frá Steinnesi.
8,33 fyrir sköpul. 8,96 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,71
Ræktandi. Magnús Jósefsson.
Eigendur Ingolf Nordal og fleiri Sýnandi Þorvaldur Árni Þorvaldsson

7 vetra og eldri. Silfurfaxi frá Skeggsstöðum
F, Svalur frá Tunguhálsi II M. Leista frá Kjalarlandi.
7,94 fyrir sköpul. 8,04 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,00.
Ræktandi Hrafn Þórisson, eigendur Ann-Cathrine Larsson. Sýnandi Magnús Skúlason.

Hæst dæmdu hross á Héraðssýningu í Húnaþingi ræktuð af „heimamanni”.

Sölufélagsbikarinn – hæst dæmda hryssa á héraðsýningu

Framtíð frá Leysingjastöðum.
F. Orri frá Þúfu. M. Gæska Frá Leysingjastöðum.
8,44 fyrir sköpulag, 7,89 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,17.
Ræktandi og eigandi Hreinn Magnússon
Sýnandi Ísólfur Líndal Þórisson.

Búnaðarbankabikarinn – hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu
.
Magni frá Sauðanesi.
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi.
8,26 fyrir sköpulag. 7,64 fyrir hæfil. Aðaleink. 7,89
Ræktandi og eigandi. Páll Þórðarson. Sýnandi Tryggvi Björnsson.

Fengsbikarinn
Farandbikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum
Veittur hæst dæmda kynbótahrossiræktuðu af “heimamanni”

Kiljan frá Steinnesi.
F. Klettur frá Hvammi M. Kylja frá Steinnesi.
8,33 fyrir sköpul. 8,96 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,71
Ræktandi. Magnús Jósefsson.
Eigendur Ingolf Nordal og fleiri Sýnandi Þórvaldur Árni Þorvaldsson

Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Bikarinn er gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölsk. á Skagaströnd og skal veitast hæst dæmda 4 vetra stóðhesti úr A-Hún:

Magni frá Sauðanesi.
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi.
8,26 fyrir sköpulag. 7,64 fyrir hæfil. Aðaleink. 7,89
Ræktandi og eigandi. Páll Þórðarson. Sýnandi Tryggvi Björnsson

Ræktunarbú 2010 : Steinnes í Húnavatnshreppi
Ábúendur í Steinnesi: Magnús Jósefsson og Líney Árnadóttir
Á árinu 2010 voru sýnd 12 hross frá Steinnesi á kynbótasýningum – Meðaleinkunn þessara 12 hrossa var 7.91 þar af fengu fimm 8,00 eða hærra í aðaleinkunn.

Verðlaun Félags Kúabænda í A-Hún árið 2010

1. Afurðahæsta búið.

Brúsastaðir í Vatnsdal. Meðalnyt 6.327 kg og 502 kg verðefna eftir árskú
Ábúendur á Brúsastöðum eru Gróa M. Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson

2. Nythæsta kýrin.

Hjössa 219 frá Höskuldsstöðum. Hún mjólkaði 11.217 kg.
Ábúendur á Höskuldsstöðum eru Ólafur T. Kristjánsson og Aldís Hreinsdóttir.

3. Hæst dæmda kýrin í A-Hún fædd árið 2005.

Evra 121 frá Tjörn undan Skjöldu 48 og Draum 03-015. Hún er með 88 stig í útlitsdómi 106 í eigið frávik og 126 í afurðamat. Alls 310 heildarstig.
Vegið er saman útlitsdómur, kynbótamat fyrir ætterni og eigið frávik gripsins.
Ábúendur á Tjörn eru þau Baldvin Sveinsson og Bjarney R. Jónsdóttir.

4. Þyngsta fallið í sláturhúsi

Þyngsta nautið var frá Árholti og vóg 409,2 kg.
Ábúendur í Árholti eru Pálmi Ingimarsson og Janine Kemnitz

Viðurkenningar Hestamannafélagsins Neista

Knapi ársins 2010
Knapi ársins 2010 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon.
Hann gerði það mjög gott í KS-deildinni, var þar í úrslitum í flestum greinum og 3. sæti í samanlagðri stigasöfnun knapa. Hann mætti á Ís-landsmót, Húnvetnsku liðakeppnina og Fákaflug og var í úrslitum á þessum mótum

Posted in BHS