Verðmæti sláturlamba

Ráðunautar Búgarðs hafa útbúið reikningskjal þar sem sauðfjárbændur geta sett inn lykiltölur úr afurðaskýrslum og kjötmatsskýrslum til að fá fram verðmæti afurða búsins. Það er þó bara miðað við afurðir fullorðinna áa. Þar geta bændur séð hvaða áhrif breytingar á lykiltölum skýrsluhaldsins hafa áhrif á krónutölu innleggsins. Lykiltölurnar eru fjöldi fullorðinna áa, fjöldi lamba til nytja, fallþungi, og einkunn fyrir gerð og fitu. Þetta er líkan sem gefur nálgun á raunverulegt verðmæti og á að nota til að fá fram vísbendingar um mögulegar breytingar á verðmæti afurðanna. Líkanið er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Verðmæti sláturfalla

Posted in BHS