Miðvikudaginn 23. jan var haldið fjósbyggingarnámskeið í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi. Námskeiðið var haldið af endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og var ætlað bændum á starfssvæðum búnaðarsambandanna í Húnaþingi og Ströndum og í Skagafirði. Alls mættu 23 bændur á námskeiðið og þótti það takast vel. Rætt var vítt og breytt um fjós og voru þátttakendur margs vísari á eftir, mikið var farið í hvaða mistök menn hafa verið að gera í sínum framkvæmdum og hvað skuli helst varast. Kennari var Snorri Sigurðsson á Hvanneyri.