Vaxtarsprotar við Húnaflóa

Sunnudaginn 18. febrúar voru haldnir fundir bæði í Sævangi á Ströndum og á Gauksmýri í V-Hún til að kynna verkefnið “ Vaxtarsprotar “ en verkefninu er ætlað að hvetja fólk í dreifbýli til atvinnusköpunar í heimabyggð. Forsvarsaðilar þessa verkefnis eru Impra nýsköpunarmiðstöð og Framleiðnisjóður landbúnaðarins í samstarfi við Búnaðarsambandið og Atvinnuþróunarfélög á svæðinu. Frummælendur á fundunum voru þau Elín Aradóttir verkefnisstjóri hjá Impru, Ólöf Hallgrímsdóttir sem rekur ferðamannafjós í Vogum í Mývatnssveit og Andri Snær Magnason rithöfundur. Fundirnir voru mjög vel sóttir og fjöldi fólks skráði sig í verkefnið.

Meðfylgjandi er bæklingur um verkefnið og er fólk hvatt til að kynna sér efni hans en skráningarfrestur er til 22. febrúar
word skjal – Vaxtarsprotarbæklingur Norðurland
pdf skjal – Vaxtarsprotarbæklingur Norðurland

Posted in BHS