Búið er að ganga frá úttektum vegna jarðræktarstyrkja hér á búnaðarsambandssvæðinu. Styrkir verða væntanlega greiddir út til bænda í vikunni fyrir jól. Það stefnir í að umfang jarðræktar á landvísu hafi verið heldur minna nú í ár en árið 2009. Á okkar svæði var þó aukning um 3% á milli ára (úr 992 hekturum í 1.023 hektara).
Á öllu svæðinu var umfang kornræktar nánast það sama og árið 2009. Í A-Hún er þó um 20 ha minna í korni en á móti kemur að kornræktin eykst í V-Hún. Heildar grasrækt minnkar mikið á svæðinu á milli ára og munar þar mest um 25% minni grasrækt í A-Hún. Heildar grænfóðurrækt á svæðinu er aftur á móti mun meiri eða alls 496 ha. KÓE