Úttektir á jarðabótum

Þeir sem ekki hafa sótt um úttekt á þróunar- og jarðabótum eru vinsamlegast beðnir að láta vita í síðasta lagi 15. september en ætlunin er að klára úttektir eins tímanlega og hægt er í haust. Hægt er að hafa samband á skrifstofuna en einnig er hægt að sækja um úttekt í þessa flokka á rafrænu formi á www.bondi.is. Til að fá úttekt verður ræktun að vera meiri en 1,5 ha. Framlag á hektara ræðst af umfangi ræktunar.

Gert er ráð fyrir að það verði 15.000 kr á hektara að 20 hektara ræktun og 10.000 kr á hektara umfram 20 hektara að 40 hektara ræktun en skerðist hlutfallslega á hvern hektara ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður, deilist hann á alla ræktaða hektara. Aðeins er greitt út á heila hektara og venjulegar reglur um námundun gilda.

Posted in BHS