Úttektir á jarðabótum

Nú er rétti tíminn til að huga að umsóknum um úttektir á þróunarverkefnum og jarðabótum.

1) Í kornræktinni verða greiddir þróunarstyrkir en til þess að akrar séu styrkhæfir þurfa þeir að vera að lágmarki 2 ha. Greiddar verða 20.000 kr í grunnstyrk og 10.000 kr á hvern ha sem korn er skorið af.

2) Greiddur verður styrkur á alla grasrækt (nýræktun og endurræktun) og grænfóðurræktun til slægna eða beitar allt að 14.000 kr á hektara. Skilyrði er að ræktunin nái a.m.k. 2 ha.

3) Viðhald á framræslu lands vegna ræktunar. Á upphreinsun úr skurðum fæst styrkur allt að 30.000 kr á hvern km og á pípuræsi allt að 70.000 kr á hvern km.

4) Kölkun túna. Greiddur er styrkur vegna flutnings á kalki/skeljasandi sem nemur 10 kr á hvert tonn á hvern fluttan km.

Þeir sem ekki hafa nú þegar beðið um úttekt eru vinsamlega beðnir um að gera það í síðasta lagi 15. september en ætlunin er að framkvæma úttektir sem mest samhliða lambaskoðunum í haust. Hægt er að hafa samband á skrifstofuna en einnig er hægt að sækja um úttekt í þessa flokka á rafrænu formi á www.bondi.is . KÓE

Posted in BHS