Útflutningsskylda dilkakjöts

Föstudaginn 8. júní var stjórnarfundur hjá LS. Meðal þess sem lá fyrir fundinum var kynning á tillögu frá Markaðsráði um útflutningshlutfallið fyrri haustið 2007. Eftirfarandi er tillagan sem síðan fer til BÍ og þaðan til Landbúnaðarráðherra sem endanlega tekur afstöðu til þess hvert útflutningshlutfallið verður.

Til 9. september                         10%
10. september til 7. nóvember      16%
Frá 8. nóvember                          10%

Jafnframt kom fram  að Markaðsráð stefnir að því við næstu ákvörðun að útflutningsprósentan verði jafn há allt tímabilið en verði ekki þrepaskipt eins og verið hefur undanfarin ár.

Heimild: Vefur Landssamtaka sauðfjárbænda (saudfe.is)

Posted in BHS