!! Ungfolaskoðun !!

Eins og fram kom í Fréttabréfi frá okkur nýlega var boðið upp á skoðun á ógeltum folum á svæði Ráðunautaþjónustunnar miðvikudaginn 10. maí af kynbótadómurunum Eyþóri Einarssyni og Þorvaldi Kristjánssyni.
Áhugi var mikill og voru skoðaðir um 30 “folar” á aldrinum 1-6 vetra á 15 bæjum. Dómarar gefa eigendum folanna skriflega umsögn um folana en margir álitlegir gripir sáust. Af undirtektum að dæma er full þörf á svona þjónustu á svæðinu og munum við reyna að hafa framhald á þessu. GR

Posted in BHS