Umsóknir í eftirfarandi flokka þurfa að berast fyrir 1. mars næstkomandi:
– Verkefni tengd búfjárhaldi og vinnuaðstöðu
– Framlög til stofnframkvæmda við vatnsveitur á lögbýlum
– Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum.
– Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
– Umhverfis- og þróunarverkefni í garðrækt/ylrækt
– Umhverfis- og fegrunarátak í sveitum
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um reglur til framlaga má sjá hér á heimasíðunni undir liðnum Eyðublöð.
Umsóknir vegna eftirfarandi flokka þurfa ekki að berast fyrr en í haust og verður það auglýst betur síðar.
– Kornrækt (þarf að vera að lágmarki 1,5 ha)
– Gras- og grænfóðurrækt (samlögð ræktun þarf að vera að lágmarki 1,5 ha)
– Beitarstjórnun og landnýting
– Viðhald framræslu
– Kölkun
Þetta er gert svo að ekki sé sífellt verið að sækja um fyrir framkvæmdir sem hugsanlega verða unnar á árinu, heldur sæki bændur ekki um, fyrr en ljóst er hvort framkvæmdin verði unnin á árinu eða ekki.
KÓE