Rétt er að minna sauðfjárbændur á að frestur til að sækja um kaup á líflömbum fer senn að renna út.
Á vef Matvælastofnunar (www.mast.is) er búið að birta lista yfir þá bændur sem fengið hafa leyfi til sölu á líflömbum.
Þeir sem hyggjast kaupa líflömb skulu sækja um það til Matvælastofnunar fyrir 15. ágúst á sérstökum eyðublöðum, sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 30. ágúst eða hafnar umsókninni ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar um sölu á límlömbum á milli landsvæða.
Eins er auðvitað hægt að hafa samband við okkur á búnaðarsambandinu sem getum þá gengið frá umsókninni og veitt upplýsingar um sölubæi.
KÓE