Umsóknarfrestur – gæðastýring í sauðfjárrækt

Umsóknarfrestur fyrir nýja þátttakendur í gæðastýringu er 20. nóvember næstkomandi ef viðkomandi ætlar að fá álagsgreiðslur á næsta ári. Þeir sem ekki hafa farið á námskeið geta samt sótt um og hafið þátttöku á næsta ári og fengið álagsgreiðslur, fari þeir á námskeið sem haldið verður í júní á næsta ári. Eyðublöð má nálgast á www.mast.is.

Posted in BHS