Félög hrossabænda

Samtök hrossabænda í A-Hún

Stofnfundur Samtaka hrossabænda í Austur Húnavatnssýslu var haldinn þann 11 febrúar 1998. Með stofnun félagsins var sameinuð starfsemi Hrossaræktarsambands A-Hún. og Félags Hrossabænda í A-Hún.

Tilgangur samtakanna er eins og segir í 4. grein laga þeirra:

1. Að vinna ötullega að ræktun íslenska hestsins með kynbótum, stóðhestahaldi og skýrslugerð í samvinnu við Bændasamtök Íslands.

2. Að vinna í samvinnu við önnur félög að góðu uppeldi, aðbúnaði og tamningu hrossa.

3. Að glæða áhuga fyrir hrossarækt og hestamennsku með öflugu fræðslu og útbreiðslustarfi.

4. Að vinna að sölumálum á hrossum og hrossaafurðum innanlands og erlendis og hafa um það samvinnu við aðra aðila með það að markmiði að fá sem mest verð fyrir framleiðsluna.

5. Að vinna að öðrum hagsmunamálum hrossaræktenda eftir því sem tilefni gefst.

Núverandi (2007) stjórn Samtakanna skipa:

Magnús Jósefsson, formaður
Steinnesi, 541-Blönduós.
Sími: 452-4086, GSM: 897-3486.
Netfang: steinnes@centrum.is

Gunnar Ríkharðsson, gjaldkeri.
Þingeyrum, 541-Blönduós.
Sími: 452-4365, GSM 895-4365.
Netfang: gunnar@thingeyrar.is

Ægir Sigurgeirsson, ritari.
Stekkjardal, 541-Blönduós.
Sími: 452-7171, GSM, 854-7172.
Netfang: stekkjardalur@emax.is

Jón Kristófer Sigmarsson, meðstjórnandi
Hæli, 541-Blönduós.
Sími: 452-4114, GSM 898-9402
Netfang: haeli@emax.is

Valur Valsson, meðstjórnandi
Garðabyggð 16a, 540-Blönduós
Sími: 452-4506, GSM, 867-9785
Netfang: flaga72@simnet.is
Hrossaræktarsamtök Vestur-Húnavatnssýslu, formaður Pálmi Geir Ríkharðsson, Syðri-Völlum