Stjórn BHS hefur nú lokið umfjöllun sinni um umsóknir í Þróunarsjóð BHS fyrir árið 2010.
Eins og áður hefur komið fram var ákveðið að styrkja á þessu ári námsfólk af okkar svæði sem er í landbúnaðartengdu námi. Í reglum um Þróunarsjóð BHS stendur að aðeins megi veita sem nemur ársvöxtum úr sjóðnum en ekki ganga á höfuðstólinn. Í ljósi þess hve innistæður á bankareikningum skila lélegri ávöxtun þetta árið hefur stjórn BHS ákveðið að túlka „landbúnaðartengt“ nám mjög þröngt þetta árið og því var ekki hægt að verða við öllum óskum um stuðning.
Eftirtaldir 6 nemar fengu 45 þús kr styrk hver:
Erla Rún Guðmundssdóttir, Bergsstöðum Svartárdal – er á öðru ári í Búfræðinámi við LBHÍ
Guðni Ellertsson, Sauðá – er á öðru ári í Búfræðinámi við LBHÍ
Katrín Sif Rúnarsdóttir, Neðra Vatnshorni – er á öðru ári í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum
Leifur Georg Gunnarsson, Hvammstanga – er á öðru ári í hestafræðum á Hólum
Sveinn Óli Friðriksson, Stóra-Ósi – er á fyrsta ári í Búfræðinámi við LBHÍ
Rúnar Aðalbjörn Pétursson, Hólabæ – er á fyrsta ári í Búfræðinámi við LBHÍ
Við óskum þessum nemum góðs gengis í námi sínu og vonum að styrkurinn nýtist þeim vel. GR