Þróunarsjóður BHS – úthlutanir 2009

Stjórn BHS hefur nú lokið umfjöllun sinni um umsóknir í Þróunarsjóð BHS fyrir árið 2009.

Eins og áður hefur komið fram var ákveðið að styrkja á þessu ári námsfólk af okkar svæði sem er í landbúnaðartengdu námi.

Eftirtaldir 11 nemar fengu 50 þús kr styrk hver:

Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu – er á öðru ári í framhaldsnámi (meistaranámi) í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands – hefur numið í Noregi að undanförnu

Sonja Líndal, Lækjamóti – er á öðru ári í dýralæknanámi í Kaupmannahöfn

Eyrún Ösp Skúladóttir, Tannstaðabakka – er á öðru ári í búvísindanámi við LBHÍ

Einar Reynisson, Syðri Völlum – er á þriðja ári í háskólanámi í hestafræðum sem er námslína sem er kennd að hluta til við LBHÍ og að hluta við Háskólann á Hólum

Gunnar Reynisson, Syðri Völlum – er á þriðja ári í háskólanámi í hestafræðum sem er námslína sem er kennd að hluta til við LBHÍ og að hluta við Háskólann á Hólum

Stella Guðrún Ellertsdóttir, Sauðá – er á fyrsta ári í háskólanámi í hestafræðum sem er námslína sem er kennd að hluta til við LBHÍ og að hluta við Háskólann á Hólum

Þorkatla Inga Karlsdóttir, Þorfinnsstöðum – er á öðru ári í Búfræðinámi við LBHÍ

Erla Rún Guðmundssdóttir, Bergsstöðum Svartárdal – er á fyrsta ári í Búfræðinámi við LBHÍ

Guðni Ellertsson, Sauðá – er á fyrsta ári í Búfræðinámi við LBHÍ

Katrín Sif Rúnarsdóttir, Neðra Vatnshorni – er í námi í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum

Leifur Georg Gunnarsson, Hvammstanga – er á fyrsta ári í hestafræðum á Hólum

Við óskum þessum nemum góðs gengis í námi sínu og vonum að styrkurinn nýtist þeim vel. GR

Posted in BHS