Þróunar- og jarðabótaverkefni 2007

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér reglur um Þróunar- og jarðabótaverkefni árið 2007. Umsóknarfrestur er almennt 1. mars (undantekningar: kornrækt, framræsla og kölkun). Veittir verða styrkir í eftirfarandi flokkum.
1. Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
2. Umhverfis og þróunarverkefni í garðrækt/ylrækt
3. Kornrækt (umsóknarfrestur til 1. september)
4. Beitarstjórn og landnýting (umsóknarfrestur til 1. september)
5. Umhverfis- og fegrunarátak í sveitum
6. Verkefni tengd búfjárhaldi og vinnuaðstöðu
7. Viðhald framræslu lands vegna ræktunar (umsóknarfrestur til 1. september)
8. Kölkun túna (umsóknarfrestur til 1. september)
9. Framlög til stofnframkvæmda við vatnsveitur á lögbýlum.
10. Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum.

Athugið að ekki þarf að sækja um framlög vegna kornræktar, beitarstjórnar og landnýtingar, viðhald framræslu og kölkun túna núnar, heldur er umsóknarfrestur fyrir þessa flokka 1. september næstkomandi.

Úthlutunarreglur ná nálgast hér á síðunni Reglur um þróunarverkefni 2007
Einnig má nálgast umsóknareyðublað hér á síðunni þróunarverkefni-umsókn-2007

Posted in BHS