Þróun búfjárfjölda

Nú er búið að skrá vorskýrslur búfjáreftirlits og hægt að skoða fjölda búfjár og þróun hans undanfarin 11 ár með því að smella hér. Fénu heldur áfram að fjölga jafnt og þétt í Húnavatnssýslunum en Strandir standa nokkuð í stað. Nautgripum fækkar örlítið í A-Hún en fjölgar lítils háttar í V-Hún og er það þróun sem virðist vera búin að standa nú í nokkur ár. Hrossafjöldi er afar svipaður í Húnavatnssýslunum og undanfarin 5 ár og á Ströndum er jafnvægi í bæði nautgripa- og hrossafjölda. Matvælastofnun mun síðan fljótlega birta á heimasíðu sinni www.mast.is þróun á landsvísu undanfarin ár.

Posted in BHS