Þrjú ný naut í dreifingu

Fagráð í nautgriparækt fundaði á mánudag m.a. um afkvæmadóm árgangs nauta fædd 1999. Af 19 nautum sem dæmd voru fengu 10 notkunardóm en ákveðið var að henda öllu sæði úr 9 nautum. Af þessum 10 koma þrír nýir til almennrar dreifingar strax til viðbótar við þá tvo (Þoll 99008 og Spuna 99014) sem áður voru komnir til dreifingar. Nýir eru Ábætir 99002, Ótti 99029 og Gangandi 99036. Aðrir sem fá notkunardóm eru: Viti 99016, Duggari 99022, Örvar 99028, Kofri 99030 og Oddi 99034. Úr þessum fimm nautum verður hægt að sérpanta sæði ef áhugi er fyrir hendi.
Aðeins eitt naut var valið til notkunar sem nautsfaðir, þ.e Þollur 99008 frá Þverlæk í Holtum en hann var jafnframt valinn besta naut árgangsins. Hér má sjá einkunnir og dóma dætra nauta úr árgangi 1999. Á Netnautin koma innan tíðar heildarupplýsingar um nautin, auk þess sem þær koma í Frey og nýtt nautaspjald mun koma innan tíðar.

Posted in BHS