Þjóðlendufundur

Almennur fundur um þjóðlendumál og eignarrétt á landi verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 20. mars 2007 og hefst hann stundvíslega kl 20:30

Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður fjallar um lög um þjóðlendur og framkvæmd þeirra.

Gunnar Sæmundsson fyrrverandi stjórnarmaður í BÍ fjallar um aðkomu Bændasamtakanna að þjóðlendumálinu fram að þessu.

Fulltrúi frá nýstofnuðum “Samtökum landeigenda” skýrir sjónarmið samtakanna.

Bændur og aðrir landeigendur eru hvattir til að mæta og kynna sér málið

Alþingismenn eru sérstaklega boðaðir til fundarins

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Posted in BHS