Skrifstofur RHS opnuðu aftur þriðjudaginn 1. ágúst. Starfsmenn eru ferskir og kátir eftir langt og gott sumarfrí og tilbúnir að fara að vinna aftur fyrir bændur.
Fyrsta mál á dagskrá var að ganga frá umsóknum um líflambakaup fyrir bændur á svæðinu. Gleðilegt er að sjá hve bændur eru áhugasamir um að kynbæta sitt fé en umsóknir hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri. Alls sóttu 43 bæir um að kaupa lömb til kynbóta og var heildarfjöldi hrúta rétt rúmlega 100 talsins.