Starfsmannabreytingar

Kristján Eymundsson hefur nú hafið störf hjá Ráðunautaþjónustunni. Kristján er ættaður frá Árgerði í Sæmundarhlíð í Skagafirði og útskrifaðist sem búfræðikandidat frá Hvanneyri 1999. Eftir útskrift starfaði hann hjá Leiðbeiningamiðstöðinni í Skagafirði í tvö ár, þá í eitt ár á Rala og síðan hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Kristján mun leysa Önnu Margréti af en hún fer í fæðingarorlof frá 10. mars. Við bjóðum Kristján velkominn til starfa og vonum að bændur á svæðinu geri slíkt hið sama.

Posted in BHS