Spennandi námskeið framundan fyrir kúabændur!

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands kynnir eftirfarandi námskeið:

Legubásafjós – Notuð og ný

Eins dags námskeið, fyrir kúabændur, um nýjungar varðandi aðbúnað nautgripa og hönnun á legubásafjósum, eftirlitskerfi, tæknilausnir og viðhald legubásafjósa. Óbeint framhald Fjósbyggingarnámskeiðanna sem haldin voru 1998-2000.

Á námskeiðinu verður farið yfir nýjungar á sviði húsbygginga, innréttinga og fóðrunartækni í legubásafjósum. Þá verður farið yfir ýmsa þætti varðandi hönnun mjaltaaðstöðu og -tækni, bæði fyrir mjaltagryfjur og mjaltaþjóna. Auk þess verður eftirlit og eftirlitskerfi rætt sérstaklega en ýmsar áhugaverðar nýjungar eru nú aðgengilegar fyrir legubásafjós. Sérstök áhersla verður jafnframt lögð á hönnun aðstöðu fyrir geldneyti. Þá verður varið drjúgum hluta námskeiðsins í það að fara yfir reynslu hérlendra bænda af nýbyggðum fjósum og hvað þeir telja að skuli varast og hvað hafi tekist sérlega vel. Þetta er námskeið sem á erindi til allra kúabænda sem hafa staðið í framkvæmdum, eru að standa í framkvæmdum eða eru að huga að framkvæmdum.

Umsjón og kennsla: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri búrekstrar við LbhÍ.
Tími: þri. 23. okt. Kl. 09:00 – 17:00 (9 kennslustundir) í kennslustofu nýja fjóssins á Hvanneyri í Borgarfirði.
Verð: 12.500.-
Skráningafrestur til 16. október
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2200 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – sjá www.bondi.is en þar má finna úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð

Skráningar fara fram á heimasíðu LbhÍ, endurmenntun@lbhi.is eða í síma endurmenntunarstjóra (433 5033/ 843 5302).

Posted in BHS