Skipulag sauðfjársæðinga

Í ár verður eins og verið hefur tekið sæði bæði frá Sæðingastöð Vesturlands og af Suðurlandi. Boðið verður upp á svipaðan dagafjölda og verið hefur. Sjá má nánari útfærslu í töflu hér fyrir neðan.

Sæðingadagar Vesturland Suðurland
fös. 1. des x
mán. 4. des x
þri. 5. des x
mið. 6 des x
fim. 7. des x
fös. 8 des x
mán. 11. des x
þri. 12. des x
mið. 13. des x
fös. 15. des x
lau. 16. des x
mán. 18. des x
þri. 19. des x
mið. 20. des x

Hægt verður hægt að nálgast sæðið í Staðarskála, við Hvammstangaafleggjara og á Blönduósi eins og verið hefur. Ekki lítur út fyrir að keyrt verði með sæði í Saurbæinn þar sem það var lítið notað í fyrra.

Árneshreppur er sér á báti með sína sæðingadaga. Gjögurflug er á þriðjudögum og föstudögum og munu Árneshreppingar geta nýtt sér þá daga í desember. Eins er opinn möguleiki að fá sæði aðra daga, ef ferð fellur.

Pantanir berist á skrifstofu BHS 451-2602, netfang: amj@bondi.is.  Panta þarf sæði fyrir kl. 14:00 næsta virka dag á undan sæðingadegi. Þannig þarf að panta á föstudegi, fyrir sæðingu á mánudegi.

Allar pantanir á sæði fara í gegnum BHS. Bændur sem hafa farið á námskeið í sauðfjársæðingum geta sætt sjálfir, en þeir sem ekki hafa sótt slíkt námskeið verða sjálfir að semja við einhvern um að sæða hjá sér.

Þegar pantað er sæði fyrir ósamstilltar ær er mikilvægt að láta okkur hjá BHS vita í tíma ef ekki finnast blæsma ær, svo hægt sé að nota sæðið á öðrum bæjum. Sama gildir ef menn vilja fá sæði í fleiri ær en pantað er fyrir, þá þarf að láta okkur vita um morguninn og við munum reyna að ráðstafa því sæði sem kemur aukalega til þeirra.

Verð á sæðisskammti er skv. eftirfarandi töflu

Fjöldi sæðinga Verð
 1-19 1000
20-49 850
50-99 740
100 eða fl. 690

Ef til þess kemur að nýting á pöntuðu sæði verður slök, mun BHS þurfa að rukka fyrir 70% af pöntuðu sæði.

Posted in BHS