Skipulag sauðfjársæðinga

Í ár verður tekið sæði frá Sæðingastöð Vesturlands. Alls er boðið upp á 9 daga fyrir allt svæðið.

Sætt verður á öllu svæðinu mánudaga-miðvikudaga, þrjár vikur í röð eða 4., 5. og 6. des, 11., 12. og 13. des og 18., 19. og 20. des. Auk þess er 15. desember aukalega í boði fyrir Strandamenn, því þá er rúta á Hólmavík.

1. og 2. des eru auk þess frjálsir dagar, þannig að þeir sem vilja sæða þá, geta pantað beint hjá sæðingastöðinni og sótt það sjálfir. Aðra daga verður hægt að nálgast sæðið í Brú, við Hvammstangaafleggjara og á Blönduósi (og á Hólmavík 15.des).

Pantanir berist á skrifstofur RHS; 451-2601, 451-2602, 451-2603. Netfang: rhs@bondi.is Panta þarf sæði fyrir kl. 14:00 næsta virka dag á undan sæðingadegi. Þannig þarf að panta á föstudegi, fyrir sæðingu á mánudegi.

Allar pantanir á sæði fara í gegnum RHS. Bændur sem hafa tilskilin réttindi geta sætt sjálfir, en þeir sem ekki hafa þau, geta annað hvort farið á sæðinganámskeið eða samið við þá sem hafa réttindi um að sæða hjá sér.

Þegar pantað er sæði fyrir ósamstilltar ær er mikilvægt að láta okkur hjá RHS vita í tíma ef ekki finnast blæsma ær, svo hægt sé að nota sæðið á öðrum bæjum.

Dýralæknar sjá um að selja svampa og hafa þeir sem sótt hafa sæðinganámskeið leyfi til að svampa sjálfir.

Til stendur að halda námskeið í sauðfjársæðingum og verður það nánar auglýst síðar.

Kynningarfundur á hrútakosti sauðfjársæðingastöðvanna verður haldinn í Víðihlíð sunnudaginn 26. nóvember kl. 20:00.

Hér má sjá nánari upplýsingar um tímasetningar á svömpunum fyrir sæðingadagana. Sæðingaskipulag

Posted in BHS