Sauðfjársjúkdómar og fleira fræðsluefni

Á vef Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is undir Útgáfa – Ritað efni má finna ýmislegt fræðsluefni. Þar eru meðal annars kaflar úr kennsluefni sem notað hefur verið á námskeiðum í sauðfjárrækt á Vesturlandi og munu koma út í nýrri kennslubók um sauðfjárrækt. Þar á meðal er til að mynda að finna afar ítarlegan kafla um sjúkdóma í sauðfé. Þar er farið afar vandlega í bæði almenna sauðfjársjúkdóma og svo þá sem upp kunna að koma á sauðburði.

Við hvetjum alla sauðfjárbændur til að gefa sér tíma til að skoða þetta og jafnvel prenta út nú í upphafi sauðburðar því alltaf getur verið gott að glöggva sig á einkennum helstu sjúkdóma og oftast hægt að læra eitthvað nýtt eða rifja upp.

Posted in BHS