Sauðfjárbændur athugið!

Vorupplýsingarnar (gula bókin) þurfa að vera komnar til Bændasamtaka Íslands í síðasta lagi 20.ágúst svo að bóndinn geti fengið lambabókina fyrir haustið. Þar er öllum lömbunum raðað í númeraröð, sem auðveldar alla vinnu við fjárrag að hausti. Í lambabókina er hægt að skrá inn allar haustupplýsingarnar. Í bókinni eru jafnframt upplýsingar um ætterni lambanna, lit og fæðingardag. Einnig fá lömbin ætterniseinkunn, bæði hvað varðar frjósemi og afurðasemi. Þeir sem hyggja á afkvæmarannsóknir í haust þurfa auk þess að skila inn bókinni svo að hægt sé að gera upp afkvæmarannsóknirnar án tafar.

Þeir sem eru með Fjárvís og tölvupóst geta sent beint á netfangið helpdesk@bondi.is. Þeir munu þá fá svar til baka um að gögnin hafi verið móttekin í síðasta lagi einum virkum degi eftir að gögnin hafa verið send. Aðrir geta komið bókunum inn á skrifstofur RHS eða sent á heimilisfangið:

Bændasamtök Íslands
B.t. Sauðfjárskýrsluhald
Bændahöllinni við Hagatorg
107 Reykjavík

Posted in BHS