Félag sauðfjárbænda stendur fyrir ferð í Borgarfjörðinn föstudaginn 30. mars næstkomandi.
Farið verður frá Esso skálanum á Blönduósi kl. 9:30. Síðan verður hægt að taka upp fólk við Reykjabraut og Sveinsstaði. Heimsóttir verða Eystri-Leirárgarðar, Skorholt, Límtré/Vírnet í Borgarnesi og síðast en ekki síst verður farið að Hesti. Á heimleiðinni verður áð í Hreðavatnsskála og snæddur kvöldverður í boði SAH afurða.
Ferðakostnaður verður 2.000 kr. á mann.
Allir sauðfjárbændur og fyrrverandi sauðfjárbændur velkomnir.
Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudagskvöld 28. mars nk. til Birgis Ingþórssonar í s. 691-4995 eða Einars Svavarssonar s. 452-4108.
Stjórn FSAH
Minnum á aðalfund FSAH þri. 27. mars kl. 20:00 í Reiðhöllinni.