Síðan 2019 hafa Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð, og Axel Kárason dýralæknir gefið út ítarleg myndbönd um burðarhjálp sem eru öllum opin. Í myndböndunum koma fram þaulreyndir bændur úr öllum landshlutum, auk þess er Axel sem leiðbeinandi að leika eftir mismunandi aðferðir til að leysa burðarvandamál. Þrjú misstór lambalíkön ásamt ærmjaðmagrind gefa þar frábært innsýn í “kindina”.
Öll mikilvæg myndbönd eru líka til á þýsku og mörg þeirra á ensku til að auðvelda kennslu aðstoðarfólks erlendis frá.
Í boði er Youtube-rás með öllum myndböndum
Gallinn við Youtube er hins vegar að áhorfendum er oft bent á allt önnur myndbönd eftir að viðkomandi myndbandið er búið og stundum erfitt að halda yfirsýni og rata til baka. Þess vegna finnst hér listi allra myndbanda. Mælt er með því að horfa fyrst á myndböndin Góð ráð og Fleiri góð ráð.
Ef það er óljóst hvað er eiginlega að er hægt að nota svokallað ákvarðanatré. Þar er hægt er að klikka sig í gegnum spurningar skref fyrir skref og fundið á einfaldan hátt hentugasta myndbandið:
Annað í kringum burð
Gott að vita og gaman að horfa á (inngangsorð)
Notkun snúru/vírs/lambahjálpar
Til gamans – svipmyndir úr sauðburði
Myndbönd á þýsku eru væntanleg í lok mars og á ensku í lok apríl.
Styrktaraðilar
Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga, Fóðurblandan, Lífland, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, S.A.H./Kjarnafæði, Kraftvélar, Lely Center.