Samanburður á áburðarverðum 2010

Þá hafa áburðarsalar gefið út verð á áburði fyrir sumarið 2010. Nokkur hækkun er frá síðasta ári og mun það að miklu leyti stafa af óhagstæðri gengisþróun. Hér fyrir neðan má skoða samanburð á verðum miðað við að borin séu á 100 kg af köfnunarefni á hektara og sýnir jafnframt hvað fylgir þá með af fosfóri og kalí. Verðin sem birt eru í töflunni miðast við að gengið sé frá pöntun í mars. Einhver munur er síðan á greiðslukjörum, staðgreiðsluafslætti og flutningi og má skoða það nánar á heimasíðum viðkomandi söluaðila eða með því að hafa samband við sölumenn.

Samanburður á áburðarverðum 2010

Heimasíður með frekari upplýsingum:
Fóðurblandan
Yara áburður (SS)
Skeljungur (Sprettur)
Búvís

Posted in BHS