Fyrirkomulag sæðinga verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Við fáum sæði sent fyrstu þrjá daga vikunnar, fyrstu þrjár vikurnar í desember. Einnig geta Strandamenn fengið sæði föstudaginn 14. des þar sem þá er rútuferð alla leið á Hólmavík.
Sæðingardagar eru því eftirfarandi.
3., 4. og 5. des (Allt svæði BHS)
10., 11. og 12. des (Allt svæði BHS)
14. des (Eingöngu Strandamenn)
17., 18. og 19. des (Allt svæði BHS)
Einungis verður tekið sæði af Sæðingastöð Vesturlands þar sem samgöngur passa ekki til að fá sæði sent af Suðurlandi. Ef einhverir vilja ólmir fá sæði af Suðurlandi og vita af ferð, þá má að sjálfsögðu hafa samband við okkur hjá BHS og við munum reyna að hafa milligöngu um það.
Hrútaskrá er komin í prentun og er væntanleg snemma í næstu viku. Kynningarfundur á stöðvarhrútunum verður nánar auglýstur síðar.