Sauðfjárræktin 2011
Anna Margrét Jónsdóttir
Hér birtast skýrsluhaldstölur ársins 2011 í sauðfjárræktinni. Í heild var aukning í afurðum um 0,1 kg eftir hverja skýrslufærða á á svæðinu sem er sama aukning og í fyrra. Þetta var þó aðeins breytilegt eftir sýslum og er mest aukning í V-Hún. Í heild sinni er svæðið 0,9 kg yfir landsmeðaltali sem er 26,6 kg.
Afurðir síðustu ára eru settar fram myndrænt hér fyrir neðan þar sem súlurnar sýna fædd lömb eftir hverja vetrarfóðraða á og línurnar sýna afurðir í kg eftir hverja vetrarfóðraða á. Þar sést glöggt hvað frjósemin eykst í öllum sýslum milli ára og og einnig sá mikli munur sem er á milli Stranda og V-Hún annars vegar og A-Hún hins vegar. Strandasýsla er nú í efsta sæti yfir landið og V-Hún í öðru meðan A-Hún er næst neðst. Þarna munar mest um frjósemina sem Austur-Húnvetningar þurfa að vinna áfram ötullega að því að bæta á næstu árum.
Í næstu töflum má sjá þá bæi sem efst standa í hverri sýslu fyrir sig, annars vegar með mestar afurðir eftir hverja á og hins vegar með hæsta gerðarmat sláturlamba. Þar má sjá glæsilegan árangur einstakra bænda á svæðinu. Gaman er að geta þess að meðal 10 afurðahæstu bænda á landinu eigum við á svæði BHS sex fulltrúa. Sömuleiðis eigum við tvo fulltrúa af 10 efstu bæjum í gerðarmati sláturlamba.
Afurðahæstu búin 2011 – yfir 100 skýrslufærðar ær | ||||
Eigendur | Bær | Fjöldi áa | kg e. hv. á | Fædd lömb |
Indriði og Lóa | Skjaldfönn | 225 | 38,0 | 1,93 |
Guðbrandur og Lilja | Bassastöðum | 214 | 35,9 | 1,98 |
Guðbrandur og Björn | Smáhömrum | 290 | 35,8 | 1,99 |
Ragnar og Sigríður | Heydalsá | 480 | 34,9 | 2,00 |
Jón og Finna | Klúku | 164 | 34,9 | 1,98 |
Þormóður og Borghildur | Sauðadalsá | 496 | 38,2 | 2,07 |
Ellert og Heiða | Sauðá | 394 | 36,9 | 2,06 |
Baldur og Olga | Saurbæ | 473 | 35,8 | 2,06 |
Elín Anna og Ari Guðm. | Bergsstöðum | 411 | 34,9 | 1,93 |
Magnús og María | Helguhvammi 2 | 188 | 33,9 | 1,90 |
Magnús og Líney | Steinnesi | 567 | 31,8 | 2,05 |
Jón og Eline | Hofi | 532 | 29,7 | 1,83 |
Pétur og Þorbjörg | Hólabæ | 288 | 29,3 | 1,75 |
Sigursteinn Bjarnason | Stafni | 237 | 28,8 | 1,87 |
Rafn og Ingibjörg | Örlygsstöðum | 228 | 28,3 | 1,92 |
Hæsta gerðarmat 2011 – yfir 100 dilkar | |||||
Eigendur | Bær | Fj. sl.-lamba | Fall-þungi | Gerð | Fita |
Björn og Badda | Melum 1 | 469 | 17,17 | 11,09 | 6,74 |
Jón og Erna | Broddanesi 1 | 455 | 18,12 | 10,73 | 7,69 |
Kristján Albertsson | Melum 2 | 131 | 17,67 | 10,59 | 6,98 |
Guðbrandur og Björn | Smáhömrum | 380 | 17,76 | 10,28 | 7,25 |
Guðjón og Nicole | Heydalsá | 436 | 18,19 | 10,18 | 7,21 |
Sigvaldi og Þóra | Urriðaá | 583 | 18,45 | 10,74 | 7,73 |
Elín Anna og Ari Guðm. | Bergsstöðum | 770 | 18,21 | 10,59 | 7,66 |
Benedikt og Bjarney | Neðri-Torfustöðum | 350 | 18,22 | 10,39 | 6,95 |
Ellert og Heiða | Sauðá | 746 | 18,57 | 10,01 | 7,61 |
Benedikt og Sigrún | Bergsstöðum | 613 | 17,03 | 9,94 | 6,25 |
Jóhanna og Gunnar | Akri | 250 | 16,40 | 10,99 | 7,06 |
Pétur og Þorbjörg | Hólabæ | 433 | 17,78 | 9,80 | 7,79 |
Björn og Dagný | Ytra-Hóli | 169 | 16,23 | 9,78 | 6,14 |
Jón og Kristjana | Stóra-Búrfelli | 200 | 16,40 | 9,76 | 7,34 |
Jóhann og Erla | Kambakoti | 145 | 18,24 | 9,74 | 7,14 |
Að lokum birtum við töflur sem sýna stöðuna í lambaskoðun og sæðingum í ár. Nánast sami lambafjöldi var skoðaður í haust og árið á undan, talsverð aukning var á Ströndum en smávegis samdráttur í A-Hún.
Tvö lömb mældust með 38 mm þykkan bakvöðva og var það annars vegar lambhrútur í Stekkjardal undan Hriflon og hins vegar gimbur undan heimahrútnum Álfi 08-171 á Steiná 3.
Meðal ómvöðvi gimbra á svæðinu var 26,6 mm sem er aukning um 0,3 mm í fyrra en meðal ómvöðvi hrúta var 28,1 mm sem er einnig aukning um 0,3 mm. Þykkasti bakvöðvinn í >50 lamba gimbrahjörð var hjá Benedikt og Sigrúnu á Bergsstöðum á Vatnsnesi og var hann 29,9 mm. Næst á eftir þeim koma gimbrar þeirra Elínar Önnu og Ara Guðmundar á Bergsstöðum í Miðfirði með 29,8 mm og þar á eftir gimbrarnar hjá Birni Þormóði og Dagnýju á Ytra-Hóli með 29,5 mm.
Óveruleg aukning var í sæðingum milli ára eins og sést hér á meðfylgjandi mynd.