Sauðfjárrækt

Sauðfjárræktin er veigamikill þáttur í starfssemi Búnaðarsambandsins. Ráðunautar aðstoða við líflambaval á haustin með stigun og mælingum á lömbunum. Hjá þeim bændum sem þess óska gera ráðunautarnir afkvæmarannsóknir á hrútakosti búsins. Þar eru hrútarnir metnir með tilliti til þess hvernig afkvæmi þeirra flokkast í sláturhúsi og stigast og mælast á fæti. Með því móti getur bóndinn séð hvaða hrútar eru að standa sig best á búinu.

Búnaðarsambandið sér auk þess um allt skýrsluhald á svæðinu og veitir ráðgjöf um fóðrun og aðbúnað svo dæmi séu tekin.