Ráðunautar eru mættir aftur til starfa!

Ráðunautar eru nú mættir aftur til starfa eftir langt og gott sumarfrí. Ýmislegt er á döfinni eins og gengur. Verið er að leggja lokahönd á umsóknir vegna líflambakaupa. Einnig verður haldið áfram með rekstrargreiningar fyrir þátttakendur í búrekstrarverkefninu. Á döfinni er að fara í kornskoðunarferð um héraðið og meta uppskeru og þroska. Dagana 15.-17 ágúst er síðan fyrirhuguð kynbótasýning hrossa á Blönduósi svo fátt eitt sé nefnt.

Posted in BHS