Nýtt fréttabréf BHS er komið út og verður dreift á morgun, miðvikudag. Þar er m.a. að finna auglýsingar fyrir námskeið í fjárhúsbyggingum sem haldið verður í Sævangi á Ströndum föstudaginn 7. mars næstkomandi. Einnig stendur til að halda námskeið í fjarvis.is þann 18. mars og fer staðsetning eftir búsetu þátttakenda. Ef mikil aðsókn verður að námskeiðinu verða haldin fleiri og þá dreift eins og kostur er yfir svæðið. Fréttabréfið í heild sinni má nálgast hér.