Nýtt fréttabréf er komið út

Í fréttabréfinu er m.a. lýst fyrirkomulagi við lambaskoðun nú í haust. Einnig er getið um nýjan möguleika í túnkortagerð en það auðveldar ráðunautum nú til muna að teikna upp tún fyrir bændur. Menn eru minntir á töku jarðvegs- og heysýna en mikilvægt er að taka heysýni tímanlega þannig að hægt sé að átta sig á efnainnihaldi heyjanna sem fyrst í upphafi gjafa. Í fréttabréfinu er hægt að lesa meira um þessi málefni ásamt ýmsu fleiru. KÓE

Posted in BHS