Nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf er að renna út úr ljósritunarvélinni og kemst vonandi út um sveitir á morgun.

Í því er m.a. fjallað um námskeið um fóðrun sauðfjár sem halda á í Víðihlíð á mánudaginn eftir viku. Rétt er að minnast á að í auglýsingu sem send var út með tölvupósti í gær um það námskeið, var röng tímasetning. Námskeiðið hefst ekki fyrr en kl. 11 og er tímasetningin í fréttabréfinu því rétt en ekki í tölvupóstinum frá því í gær. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig sem fyrst og í allra síðasta lagi föstudaginn næsta.

Einnig er fjallað um fundi kúabænda, eldvarna- og skyndihjálparnámskeið, niðurstöður kúaskýrsluhaldsins og sitt hvað fleira.

Fréttabréfið má einnig skoða með því að smella hér

Posted in BHS