Nýtt fréttabréf fór í dreifingu í dag og ætti því að berast bændum á morgun. Hægt er að nálgast það einnig hér vinstra megin á síðunni undir Fréttabréf. Í því er fjallað um fyrirkomulag sauðfjársæðinga í haust, kynningarfundir stöðvarhrútanna auglýstir, kúabændafundur og margt fleira. Einnig er rætt um umsóknir í Bjargráðasjóð bæði vegna vanhalda á sauðfé og uppskerubrests af völdum þurrka eða kals.