Fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju hefur nú litið dagsins ljós svo sem sjá má á heimasíðu útgáfufélagsins Sjarmans. Efni þessa fyrsta tölublaðs er fjölbreytt og er mikill fróðleikur þar á ferð.
Blaðið er 36 blaðsíður í A4 broti og hægt að nálgast það á vefsíðunni, eða fá það sent gegn vægu gjaldi. Í blaðinu eru 10 greinar sem spanna mjög vítt svið innan landbúnaðarins, bútækni, loðdýrarækt, garðrækt og pistil um landbúnaðarframleiðslu almennt svo nokkur dæmi séu nefnd.