Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur staðfest endurskoðaðar reglur um bústofnskaupastyrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt. Reglurnar voru fyrst settar í janúar 2008 og auglýst eftir umsóknum þá. Á árinu 2008 sóttu alls 42 um bústofnskaupastyrk og alls fengu 24 slíkan styrk en 18 umsóknum var hafnað.
Í reglunum sem settar voru á síðastliðnu ári var ákvæði um að þær yrður endurskoðaðar í árslok. Það hefur nú verið gert. Meginbreytingin er sú að nú geta þeir sem fengu styrk í fyrra sótt um áfram og heimilt er að styrkja þá einnig vegna fjölgunar í eigin stofni. Þeir sem telja sig eiga rétt á styrkjum skv. þessum reglum eru hvattir til að kynna sér þær vel. Sækja ber um til Bændasamtaka Íslands fyrir 1. mars næstkomandi.
Umsóknareyðublað og upplýsingar um reglurnar í heild sinni má finna hér á heimasíðunni undir liðnum Eyðublöð. KÓE