Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt athugið

Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum á næsta almanaksári.

Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Námskeið verður haldið á Hvanneyri mánudaginn 8. nóvember næstkomandi kl. 10:00-18:00. Þeir sem óska eftir að sækja það skrái þátttöku til BÍ fyrir 2. nóvember í síma 563-0300 eða á bella@bondi.is.

Posted in BHS