Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu er komin út

Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu er komin út sem gildir frá 1. janúar 2008. Af nýmælum þar má nefna nokkur atriði:

* Nýir þátttakendur í gæðastýrðri framleiðslu þurfa nú að skila inn umsókn eigi síðar en 20. nóvember (var 30. júní) ef þeir óska eftir álagsgreiðslum á næsta almanaksári.
* Nú þarf að skila sauðfjárskýrslum eigi síðar en 1. febrúar á hverju ári (var 1. mars). Þeir sem eru að hefja gæðastýrða framleiðslu en hafa ekki verið í skýrsluhaldi þurfa að skila vorbók í síðasta lagi 20. júní.
* Matvælastofnun fer með framkvæmd gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu. Búið að að leggja úrskurðarnefndina niður en ákvarðanir Matvælastofnunar má nú kæra til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra innan þriggja mánaða.
* Búið er að fjölga gjalddögum gæðastýringargreiðslna. Eigi síðar en 15. mars ár hvert skal greiða framleiðanda fyrirframgreiðslu sem nema skal 35% af þeirri fjárhæð sem var heildarálagsgreiðsla hans á næstliðnu ári enda hafi hann ekki óskað eftir því að hætta í gæðastýringu og skilað forðagæsluskýrslu sem sýni að hann hafi sétt fé á vetur. Fyrirframgreiðsla þessi skal dregin frá við uppgjör sem fram fer eigi síðar en 25. nóvember.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá reglugerðina í heild sinni.

Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

KÓE

Posted in BHS