Nautsmæður

Nú hafa landsráðunautar í nautgriparækt tekið upp nýja vinnureglu í sambandi við val á nautum á sæðingastöð. Hún felst í því að ekki eru teknir inná stöð nautkálfar undan kúm sem ekki hefur verið tekin kýrsýni úr. Því er ástæða til að hvetja bændur til að vera duglegir að taka kýrsýni úr sínum kúm. Ástæðan fyrir þessari reglu er sú að þegar nautin eru tekin til prófunar er verið að meta þá útfrá dætrum þeirra oftast 50-70 kýr víðsvegar um landið. Ef svo nokkur hluti þeirra er ekki með niðurstöður fyrir efnahlutföll eða frumutölu, byggir matið á minni hóp og kynbótamatið sem reiknast fyrir nautið því veikara en ella væri. Öll ræktun byggir á því að reyna að afla sem mestum upplýsingum um gripina og nota þær til að reyna að bæta næstu kynslóð. ÞP.

Posted in BHS