Nautgriparæktarnámskeið á Blönduósi þriðjudaginn 4. nóvember!!

Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið fjallar um skýrsluhaldsforritið HUPPU, fóðuráætlanagerð (NorFór), ræktunarstarfið og frjósemi nautgripa.

Námskeiðið er sett upp sem tveir aðskildir dagar með um 3 vikna millibili. Mikilvægt er að sækja báða dagana en dagskrá þeirra skiptist þannig:

Fyrri dagur – þriðjudagurinn 4. nóv:
Farið verður í notkun á skýrsluhaldsforritinu HUPPU og kynntar hugmyndir að gæðastýringu í ræktunarstarfi nautgripa. Fjallað um fóðrun mjólkurkúa og nýja fóðurmatskerfið NorFor tekið fyrir, m.a. kynnt notkun hugbúnaðar til fóðuráætlanagerðar (TINE-Optifór). Þennan dag verður þátttakendum skipt í tvo hópa og eru áætlaðir 3 tímar í hvorn hluta fyrir sig hjá hverjum hóp. Hópaskipting verður miðuð út frá því hvort þáttakendur hafi einhverja reynslu af notkun á HUPPU.
Leiðbeinendur: Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Berglind Ósk Óðinsdóttir, BÍ.

Síðari dagur – fimmtudagurinn 27. nóv:
Farið verður almennt í kynbótastarfið, ræktunaráherslur og markmið. Fjallað verður um þætti er varða frjósemi nautgripa og sæðingastarfsemina, auk þess verður farið yfir þær viðbætur sem orðið hafa á HUPPU frá fyrri námskeiðsdegi.
Leiðbeinendur: Magnús B. Jónsson og Sveinbjörn Eyjólfsson, BÍ.

Staðsetning og skráning:
Námskeiðið verður haldið í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi og stendur frá kl 10:00-17:00 báða dagana. Námskeiðið er opið öllum og viðkomandi að kostnaðarlausu. Hægt er að skrá sig hjá búnaðarsambandinu og einnig hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í síma: 843 5302/ 433 5000 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is, minnst tveimur dögum fyrir dagsett námskeið. Fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og hvort viðkomandi hafi einhverja reynslu af notkun skýrsluhaldsforritsins Huppu.

Posted in BHS