Verð á greiðslumarki

 

Bændasamtökin birta mánaðarlega þróun á verði greiðslumarks mjólkur, eftir þeim upplýsingum sem koma fram í samningum sem fylgja tilkynningum um aðilaskipti að greiðslumarki sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 523/2004.

Birtingin miðast við að á hverjum tíma sé birt verð sem miðast að lágmarki við 500 þúsund lítra.

Birtingin byggir þannig á öllu magni sem aðilaskipti urðu að 1. september 2004.

Fyrir hina mánuðina er byggt á að lágmarki 500 þúsund lítrum. Nái samanlögð sala tveggja mánaða ekki því lágmarki eru teknar með yngstu sölur í næsta mánuði þar á undan.

Hafa verður í huga að sumir samningar um sölu á greiðslumarki taka til sölu á greiðslumarki sem er til nýtingar á yfirstandandi verðlagsári og síðasta eða komandi verðlagsári.

Smelltu hér til að skoða verð á greiðslumarki á vef Bændasamtaka Íslands.