![]() |
|||
Höfundur | Útgefandi | Útgáfuár | Útgáfustaður |
Erlendur Jóhannsson | BÍ | 1990 | Reykjavík |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Rit | Árgangur | Tölublað | Bls. |
Handbók bænda | 40 | 301 | |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Hér að framan er fjallað um möguleika á mismunandi framkvæmd nautakjötsframleiðslunnar. Ljóst er að strax í upphafi þarf að liggja fyrir hvernig viðkomandi bóndi hyggst standa að framleiðslunni, því fóðrun og meðferð á uppeldistímanum er mjög breytileg og háð því hvaða framleiðslukerfi er valið. Sérstaklega á þetta við eftir að mjólkurgjafarskeiðinu lýkur.
Rétt er að geta þess í upphafi, að nær engar tilraunir hafa verið gerðar hér á landi á þessu sviði og því er að mestu stuðst við reynslu, sem fengist hefur erlendis. Flestar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hérlendis í nautakjötsframleiðslu, eru með mismunandi fóðrun á mjólk og undanrennu í alikálfaframleiðslu. Slík framleiðsla er í dag það fjárhagslega óhagkvæm, að hún á ekki rétt á sér í samanburði við aðra nautakjötsframleiðslu. Því verður ekki fjallað um þá framleiðslu hér.
Þá liggja fyrir nokkrar upplýsingar um vöxt og þroska nautkálfa, sem aldir hafa verið á nautauppeldisstöð Búnaðarfélags Íslands í Þorleifskoti.
Hér á eftir verður m.a. greint frá meðferð og fóðrun ungkálfa, innifóðrun ógeltra nauta, vetrarfóðrun nautgripa, sem beitt er á sumrin, og að lokum er minnst á fóðrun holdanauta.
Fyrsta vikan
Nauðsynlegt er að nýfæddur kálfur fái góða aðhlynningu og meðferð strax í upphafi, því verði kálfurinn fyrir áfalli fyrstu vikurnar getur það tafið mjög fyrir eðlilegum þroska.
Bændur ættu alltaf að vera viðstaddir fæðingu til þess að geta aðstoðað ef þörf er á. Samkvæmt erlendum athugunum ganga um 5% af fæðingum það illa að ástæða væri til að kalla á dýralækni. Sérstaklega á þetta við um kvígur, sem bera að 1 . kálfi.
Fyrstu dagana þarf að standa þannig að meðferð og fóðrun kálfsins að skita og aðrir sjúkdómar nái ekki að koma í veg fyrir eðlilegar framfarir.
Fyrstu dagana er kálfurinn mjög viðkvæmur fyrir sjúkdómum, þar sem meðfædd mótstaða gegn hinum ýmsu sjúkdómum er engin. Í broddmjólkinni eru mótefni gegn þeim sjúkdómum, sem kálfurinn gæti smitast af, auk þess sem hún er rík af hinum ýmsu næringarefnum, sem kálfinum eru nauðsynleg, svo sem A-, B- og D-vítamínum. Því fyrr, sem kálfurinn fær broddmjólkina, því betra. Tilraunir hafa sýnt, að eiginleiki meltingarfæra kálfsins til að vinna þessi mótefni úr broddmjólkinni minnkar stöðugt frá fæðingu. Auk þess minnkar magn mótefnanna í mjólkinni stöðugt frá burði, þannig að fyrstu 24 tímana minnkar það 6-7 falt í mjólkinni.
Ef kálfinum er gefið tvisvar á dag eru gefnir um 2 lítrar í mál og reynt er að hafa sem jafnastan tíma milli mála. Smærri kálfar og kálfar, sem svolgra í sig mjólkina þannig að hluti fer yfir í vömbina og veldur þar rotnun, ættu að fá nokkru minna.
Mjólkurgjafarskeiðið
Þegar broddmjólkurskeiðinu lýkur, en það eru 4-5 fyrstu dagarnir, er fljótandi fæða mikilvægasta næringin fyrsta skeiðið. Mjólkin er besta og næringarríkasta fóðrið, sem kálfurinn getur fengið. Þar sem nýmjólkin er mjög dýrt fóður er leitast við að draga sem mest úr notkun hennar í fæðu ungkálfa og nota í stað hennar gervimjólk, en það er þurrmjólk blönduð öðrum auðleystum næringarefnum. Gervimjólkin fæst sem þurrduft og á að blanda hana með volgu vatni í ákveðnum hlutföllum (oftast 1 hluti dufts á móti 8 hlutum vatns). Gæta þarf þess vel að fóðrið leysist upp í vatninu og sé ekki í kekkjum.
Undir venjulegum kringumstæðum er ekki ráðlegt að gefa kálfinum kaldan drykk fyrstu vikurnar. Gott er að hafa hann ylvolgan eða um 30-36°C. Mjög algengt er að kálfurinn fái skitu fyrstu vikurnar vegna mistaka í meðferð og fóðrun. Strax og uppgötvast að kálfurinn er með skitu á að draga úr mjólkurgjöfinni eða hætta henni alveg. Við skitu verður mikið vökvatap og útskolun úr líkamanum af auðleystum söltum, en forðinn er lítill hjá kálfinum og honum því nauðsyn að fá sölt og vökva. (Daglega þarf kálfurinn að fá um 3-5 lítra af vökva).
Ráðlagt hefur verið að gefa kálfi með skitu eftirfarandi blöndu:
- 3 lítrar vatn (30-40°C)
- 30 g salt
- 60 g þrúgusykur
- 1 msk. natron
Ef skitan jafnar sig ekki á 2-4 dögum ætti að hafa samband við dýralækni.
Nokkuð er misjafnt hve mjólkurgjafarskeiðið er langt og eru ástæður fyrir því margar.
Áður fyrr var algengt að gefa mjólkurmat í a.m.k. 6 mánuði, þar sem almennt var talið að því meiri nýmjólk eða undanrennu, sem kálfurinn fengi, því meiri líkur væru fyrir því að hann þrifist vel. Síðari tíma rannsóknir hafa aftur á móti sýnt, að hægt er að ná góðum árangri með mun minni mjólkurgjöf eða aðeins í 2-3 mánuði. Það er vegna þess að hjá ungum kálfum gerjast þurrfóður í vömbinni og meltist af örverum á sama hátt og í fullvöxnum nautgrip. Fái kálfur lystuga kjarnfóðurblöndu flýtir það fyrir þroska vambar og gerir kálfinum kleift að nýta til fullnustu það fóður.
Erlendis er algengt að venja kálfa af mjólkurgjöf 3-5 vikna, en meðan almenn reynsla er ekki komin á slíka aðferð hérlendis er ráðlagt að gefa mjólk nokkuð lengur eða 8-12 vikur. Í 1. töflu eru upplýsingar um hvernig fóðra á með gervimjólk til 8-12 vikna aldurs. Þegar kálfurinn étur um 1 kg af kálfafóðurblöndu á dag ætti að vera óhætt að hætta mjólkurgjöfinni.
Algengt er erlendis að nýta broddmjólkina þannig að hún er sýrð og gefin kálfum. Hefur hún reynst ágætasta fóður.
Undanrenna var til skamms tíma mikið notuð til fóðurs fyrir ungkálfa, en óhagstætt verð hefur komið í veg fyrir notkun hennar. Kálfar geta þrifist vel á mysu ef hún er gefin í hófi og kálfarnir fá tíma til að venjast henni.
1. tafla. Fóðrun með gervimjólk til 8-12 vikna aldurs.
Aldur | Mjólk | Kjarnfóður | Hey |
0- 4 daga | broddmjólk | ![]() |
![]() |
5-10 daga | 2 I nýmjólk + 2 I gervimjólk | ![]() |
![]() |
11-14 daga | 4 I gervimjólk | ![]() |
![]() |
2- 5 vikna | 4 I gervimjólk | eftir lyst | ![]() |
6 vikna | 4,5 I gervimjólk | 300 g | eftir lyst |
7 vikna | 4,5 I gervimjólk | 450 g | eftir lyst |
8 vikna | 4,0 I gervimjólk | 700 g | eftir lyst |
9 vikna | 2,0 I gervimjólk | 1000 g | eftir lyst |
10-12 vikna | smáminnka gervimjólkurmagnið | 1,5-2,0 kg | eftir lyst |
Þurrfóður fyrstu mánuðina
Þegar kálfurinn er 10-12 daga gamall ætti að byrja að gefa honum kjarnfóður og hey. Mikilvægt er að kálfurinn venjist þurrfóðri eins fljótt og kostur er, þar sem slíkt flýtir fyrir þroska vambar. Nauðsynlegt er að kálfurinn fái lystuga fóðurblöndu til þess að hann éti strax nægilega mikið til að ná eðlilegum vexti og þroska. Til eru sérstakar kálfafóðurblöndur, sem innihalda kurlaðan maís, melassa og einnig fiskmjöl, sem er mjög góður próteingjafi fyrir kálfa. Próteininnihald fóðurblandna fyrir kálfa þarf að vera 16-20% til að þörfum sé fullnægt. Miðað er við að hætta mjólkurgjöf þegar kálfurinn étur um 1 kg af kjarnfóðri á dag. Mjög er einstaklingsbundið hvenær má venja kálfa af mjólkurgjöf. Sumir éta nægilegt magn af fóðurbæti aðeins 5-6 vikna, en aðrir ekki fyrr en 10-12 vikna. Flestir munu þó vera um 8 vikna ef fóðrað er eftir fóðurtöflunni hér á undan. Að meðaltali fer í kálfinn um 25 kg (1 poki) af T-mjöli á mjólkurgjafarskeiðinu samkvæmt reynslu, sem fengist hefur á uppeldisstöð Búnaðarfélags Íslands. Kjarnfóðrið á að vera þurrt og ferskt og fjarlægja á leifar daglega.
Fóðurtaflan er miðuð við að kálfunum sé gefið hey sem gróffóður, enda er það algengast hér á landi. Heyið á að vera vel verkað, lystugt og vel lyktandi. Kálfurinn étur heyið eftir lyst og eykst átið eftir því sem kálfurinn þroskast. Á uppeldisstöðinni í Þorleifskoti var meðalheyát kálfanna fyrstu vikurnar eins og hér er sýnt:
Ekki má láta hey standa lengi hjá ungum kálfum heldur skipta reglulega, þótt ekki sé allt étið upp.
Erlendis er algengt að fóðra nautgripi á votheyi og hafa nokkrir bændur hér á landi náð tökum á þannig fóðrun. Gæta verður þess vel að vothey, sem kálfum er gefið, sé vel verkað, því skemmt vothey getur farið mjög illa með kálfana.
Graskögglar geta komið að hluta til eða alveg í stað kjarnfóðurblandna og fer það eftir gæðum þeirra. Efnagreiningar á graskögglum þurfa að liggja fyrir áður en fóðuráætlanir eru gerðar.
Aðkeyptir kálfar
Algengt er að bændur kaupi bæði kvígukálfa til ásetnings og kálfa til kjötframleiðslu. Vel fóðraðir kálfar þola mun betur flutning en vannærðir. Ekki er ráðlegt að flytja kálfa sem ekki eru í góðu ásigkomulagi, t.d. með skitu. Fylgjast þarf mjög vel með kálfinum þegar hann er vaninn á mjólkurgjöfina eftir komu og gæta þess vel að hann fái ekki skitu. Ef kálfurinn fær skitu á að fara með hann eins og nefnt er hér á undan. Ef aðstæður eru fyrir hendi er gott að hafa kálfinn í einstaklingsstíu fyrstu 3-4 vikurnar eftir komu, þar sem smithætta minnkar og auðveldara er að fylgjast með honum.
2. tafla. FE þörf hjá gripum í vexti.
Þungi kg | Brjóstummál cm | Heildar FE þörf á dag |
![]() |
![]() |
Naut | Uxar | Kvígur |
150……… | 116 | 3,0-3,5 | 2,5-3,0 | 2,5-3,0 |
200……… | 130 | 3,5–4,5 | 3,5-4,0 | 3,0-3,5 |
250……… | 140 | 4,0-5,0 | 3,5-4,5 | 3,5-4,0 |
300……… | 150 | 4,5-6,0 | 4,0-5,0 | 4,0-4,5 |
350 …….. | 159 | 5,0-6,5 | 4,5-6,0 | 4,0-5,0 |
400 …….. | 167 | 5,0-7,0 | 5,0-6,0 | 4,5-5,5 |
450 …….. | 175 | 5,5-7,5 | 5,0-6,5 | 5,0-5,5 |
500……… | 182 | 5,5-7,5 | 5,5-6,5 | 5,0-6,0 |
Fóðurþarfir nautgripa í vexti
Ekki eru til innlendar töflur yfir þarfir nautgripa í vexti. Í 2. töflu eru sýndar fóðurþarfir samkvæmt norskum heimildum, sem ætla má að megi hafa til hliðsjónar. Þar er fóðurþörfin gefin upp sem heildarfóðurþörf á dag, þ.e. bæði til vaxtar og viðhalds.
Þarfir fyrir prótein samkvæmt sömu heimildum eru sýndar í 3. töflu. Það kemur í Ijós að próteinþörfin (g prótein/FE) fer minnkandi eftir því sem gripurinn eldist og fitusöfnun yfirtekur vöðvavöxt. Gæði próteinsins virðast hafa nokkur áhrif, sérstaklega hjá yngri kálfum og gripum í mjög örum vexti. Vel verkað fiskmjöl hefur reynst úrvals próteingjafi fyrir nautgripi í uppvexti.
3. tafla. Próteinþarfir sláturgripa í uppvexti.
Aldur, mánuðir | Meltanlegt prótein í FE, g |
1-3 | 150 |
3-6 | 135 |
6-9 | 120 |
9-12 | 105 |
12-18 | 95 |
Eldri gripir | 75 |
Ýmis steinefni og vítamín eru ekki síður mikilvæg í fóðri nautgripa en orka og prótein. Áætla má daglega þörf hjá gripum á öðru ári í góðum vexti 30-40 g af Ca og 15-30 g af P (fosfór). Gera má ráð fyrir 10-20 g saltþörf á grip á dag. Ef tilbúinn fóðurbætir er gefinn er yfirleitt vel séð fyrir steinefnaþörfinni. Einnig er gott að láta gripi hafa frjálsan aðgang að fóðursöltum (saltsteinum).
Yfirleitt er ekki ástæða til að óttast skort á vítamínum við hefðbundna fóðrun. Þau vítamín, sem eru mikilvægust, eru A og D vítamín, sérstaklega fyrir gripi í vexti.
Fóðurnýting, munur milli kynja, aldursáhrif o.fl.
Einn mikilvægasti eiginleiki þegar rætt er um hagkvæmni kjötframleiðslunnar er fóðurnýtingin, þ.e. hve mikið fóður þarf til að gera gripinn sláturhæfan. Oft er þá miðað við hve margar fóðureiningar (FE) gripurinn þarf til að þyngjast um eitt kg. Aldur og þungi nautgripa hefur mikil áhrif á fóðurnýtinguna. Við lágan aldur er þyngdaraukinn orkusnauðari en þegar gripirnir eru eldri og fitusöfnun verður meiri. Það veldur því m.a. að fóðureyðslan á kg þyngdarauka eykst með aldri og þunga. Þar sem viðhaldsþörfin eykst með þunga gripanna hefur það einnig áhrif á fóðurnýtinguna. Í 4. töflu sést að það er þrisvar sinnum orkufrekara að bæta hverju kg við þungann þegar gripurinn er 300-350 kg þungur borið saman við 50-100 kg þunga.
4. tafla. Fóðureiningakostnaður á kg þyngdarauka hjá nautkálfum á uppeldisstöð Búnaðarfélags Íslands, sem þyngjast að meðaltali um 870 g á dag.
Þungabil,kg. | 50 | 101 | 151 | 201 | 251 | 301 |
![]() |
100 | 150 | 200 | 250 | 300 | 350 |
FE á kg þyngdarauka | 2,5 | 4,0 | 5,2 | 6,4 | 6,9 | 7,7 |
Á uppeldisstöðinni eru eingöngu alin ógelt naut, þannig að reikna má með að fóðurnýting sé eitthvað lakari hjá kvígum og uxum, en hjá þeim byrjar fitusöfnun mun fyrr.
Uxar og kvígur vaxa hægar en nautin og þurfa því yfirleitt að verða eldri til að ná sama fallþunga. Til að nýta vaxtargetu nautanna verður að fóðra þau á orkuríku fóðri og henta þau því ekki eins vel og uxar eða kvígur, ef byggja á fóðrunina fyrst og fremst á beit og gróffóðri. Þá eru uxar og kvígur mun meðfærilegri í allri umgengni en naut og skiptir það miklu máli ef beita á gripunum. Naut henta því fyrst og fremst til kjötframleiðslu sé byggt alveg á innifóðrun og töluvert af fóðurbæti notað til að nýta sem best öran vaxtarhraða nautanna.
Innifóðrun á ógeltum nautum
Á síðari árum hefur það nokkuð færst í vöxt að nautkálfar séu aldir inni til slátrunar 16-24 mánaða. Oft er þetta fyrirkomulag hentugt á kúabúum þar sem gert hefur verið ráð fyrir nægri geldneytisaðstöðu í fjósum. Til slíkrar framleiðslu ætti einungis að velja vænlegustu nautkálfana og helst blendinga. Ógeltir blendingar eiga að hafa meiri vaxtargetu en aðrir gripir og auk þess verða þeir betri sláturgripir og nýta fóðrið betur. Sérstaklega hafa blendingarnir þótt auðveldir í fóðrun, og er oft gefið afgangshey frá kúm og ám, og éta þeir það yfirleitt upp. Ljóst er að með slíku fóðri þurfa þeir að fá nokkurn fóðurbæti.
Nokkrar upplýsingar liggja fyrir um fóðrun og þroska þeirra nautkálfa, sem aldir hafa verið á nautauppeldisstöð Búnaðarfélags Íslands í Þorleifskoti. Nautkálfarnir eru teknir á stöðina eins fljótt og mögulegt er, eftir að broddmjólkurskeiðinu lýkur, helst innan 30 daga. Nákvæmlega er fylgst með fóðrun og framförum kálfanna þar til þeir verða ársgamlir, en þá er tekin ákvörðun um hvort þeim verði slátrað eða þeir sendir á Nautastöðina á Hvanneyri.
Fyrstu vikurnar eru kálfarnir hafðir í einstaklingsstíum eða sóttkví. Þar sem hér er um einangrunarstöð að ræða er slíkt nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að hugsanlegt smit berist á milli kálfanna, t.d. skita. Þá er einnig auðveldara að fylgjast með framförum hvers og eins. Á þeim búum, þar sem skita í kálfum er vandamál, væri áreiðanlega til bóta að hafa þá í einstaklingsstíum fyrstu vikurnar, af fyrirgreindum ástæðum.
Eftir að vistun í sóttkví er lokið eru kálfarnir fluttir í aðalfjós þar sem þeir eru hafðir á básum.
Hjá bændum er algengast að hafa þá lausa í geldneytisstíum og eru þá kálfar á svipuðum aldri hafðir saman. Gæta verður þess að hafa það rúmt í stíunni að allir geti étið í einu. Aftur á móti má ekki vera mjög rúmt um eldri kálfa, sem verða þá of ærslafengnir.
Fóðrun kálfanna á uppeldisstöðinni
Á uppeldisstöðinni hefur að mestu verið fylgt eftirfarandi fóðurtöflu:
Fóðrun nautkálfa á uppeldisstöðinni í Þorleifskotia) Frá komu til 6 vikna aldurs:4 lítrar T-mjólk (2 litrar í mál).
Kálfakögglar og hey eftir lyst.
Alltaf aðgangur að fersku vatni.b) 6-7 vikna:2 lítrar T-mjólk (gefið einu sinni á dag).
Kálfakögglar eftir lyst.
Frjáls aðgangur að heyi og vatni.c) 7-8 vikna:2 til 0 lítrar T-mjólk (gefið einu sinni á dag).
Smá minnka T-mjólkina og hætta að gefa hana þegar kálfarnir éta 600-800 g af kálfakögglum á dag.d) Eftir 8 vikna aldur:Hey eftir lyst og frjáls aðgangur að vatni.
Kjarnfóðurgjöf:
Þyngd,kg | Kjarnfóður kg/dag |
100 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . | mesta gjöf 1,5 (kálfakögglar) |
101-150. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . | mesta gjöf 1,5 (A-blanda) |
151-225. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . | mesta gjöf 2,0 (B-blanda) |
226-300. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . | mesta gjöf 2,5 (B-blanda) |
301-350 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . | mesta gjöf 3,0 (B-blanda) |
Kálfarnir fengu að éta eins mikið af heyi og þeir gátu og í 5. töflu er sýnt hvernig heyátið jókst að meðaltali miðað við þunga.
5. tafla. Heyát kálfanna á uppeldisstöðinni miðað við þunga á fæti.
Þungi kg | Heyát kg/dag |
50-100………. | 1,0 |
101-150……. | 3,0 |
151-200……. | 4,5 |
201-250……. | 5,5 |
251-300……. | 6,0 |
301-350……. | 7,0 |
Nokkuð var einstaklingsbundið hvað kálfarnir átu af heyi og jókst breytileikinn með aldri. Að meðaltali átu kálfarnir hey daglega sem svaraði 2-3% af eigin þyngd. Prótein og orkuinnihald fóðurblandanna, sem gefnar voru, var eftirfarandi:
Tegund fóðurblöndu | Kg fóður í FE | G melt. prótein /FE |
Kálfakögglar………………………… | 1,03 | 160 |
A-blanda ………………………….. | 0,98 | 140 |
B-blanda ………………………….. | 0,98 | 118 |
Vöxtur kálfanna
Í 6. töflu eru upplýsingar um þunga og þyngingu kálfa, sem voru á uppeldisstöðinni og fæddir voru árin 1979 og 1980 og náðu ársaldri. Ásamt meðaltalinu eru gefin hæstu og lægstu gildi. Alls lágu fyrir upplýsingar um 51 kálf, og voru þeir um 3 vikna gamlir að meðaltali þegar þeir komu á stöðina.
6. tafla. Upplýsingar um meðalþunga og þyngingu kálfa á uppeldisstöðinni.
![]() |
Meðalþungi v/ 60 daga aldur, kg | Meðalþungi ársgamlir, kg | Meðalþynging 60-365 daga, g/dag |
51 | 67 | 333 | 872 |
![]() |
(49-78) | (286-380) | (744-992) |
Eins og sést í 6. töflu var töluverður breytileiki milli kálfa. Einnig var mikill munur milli hálfbræðrahópa (7.tafla).
7. tafla. Upplýsingar um meðalþunga og þyngingu nokkurra hálfbræðrahópa á uppeldisstöðinni.
Faðir | Fjöldi sona | Meðalþ. 60 daga, kg | Meðalþ. ársgaml., kg | Meðalþynging 60 – 365 daga g/dag |
Vaskur 71007 | 7 | 68 | 342 | 898 |
Toppur 7019 | 12 | 70 | 353 | 928 |
Brúskur 72007 | 11 | 66 | 319 | 830 |
Borgþór 72015 | 15 | 65 | 319 | 833 |
Fóðurnotkun
Tekin hefur verið saman fóðurnotkun kálfanna á uppeldisstöðinni fyrsta árið. Miðað er við að kálfarnir komi á stöðina 10 daga gamlir og séu 333 kg ársgamlir.
Fóðurteg. | FE |
T-mjöl ……………………………………………… | 40 . |
Kálfakögglar …………………………………………. | 70 |
Fóðurblanda …………………………………………. | 600 |
Hey(l,9kg/FE)……………………………………….. | 790 |
Að meðaltali voru 10 daga gamlir kálfar 35 kg að þyngd þannig að FE étnar á kg þyngdarauka voru 5,03.
Samhengi milli brjóstummáls og þunga kálfanna
Í mörgum tilfellum er erfiðleikum bundið að vigta kálfa þegar þeir eldast, þótt nauðsynlegt sé að fylgjast með vexti þeirra. Eftirfarandi tafla sýnir samhengi brjóstummáls og þunga kálfanna á uppeldisstöðinni:
8. tafla. Þungi kálfanna á uppeldisstöðinni miðaðvið brjóstummál:
Þungi, kg | Brjóstummál, sm |
60……………………………………….. | 87 |
100……………………………………….. | 105 |
150……………………………………….. | 120 |
200……………………………………….. | 130 |
250……………………………………….. | 145 |
300……………………………………….. | 154 |
350……………………………………….. | 163 |
Fóðrun til slátrunar
Eins og nefnt er hér á undan liggja ekki fyrir neinar athuganir hér á landi um eldi sláturgripa, þannig að ekki er unnt að gefa nákvæmar leiðbeiningar þar að lútandi. Hvað varðar gripi, sem fóðraðir eru inni allt árið, er Ijóst, að slík fóðrun gefur töluverðan sveigjanleika, t.d. hvenær gripirnir eru tilbúnir til slátrunar. Þetta er gert með breytilegri fóðurbætisgjöf. Hæfileg fóðurbætisgjöf virðist liggja á bilinu 1-3 kg miðað við að heyið sé gefið eftir lyst. Eftir því sem heyin eru betri og einnig ef kröfur um þyngdaraukningu á dag eru ekki mjög miklar þá minnkar þörfin á fóðurbæti.
Á Nautastöð Búnaðarfélags Íslands á Hvanneyri er nautunum slátrað um leið og sæðistöku er lokið eða þeim fargað af ýmsum orsökum. Upplýsingar liggja nú fyrir um aldur og fallþunga 47 nauta, sem alin voru á uppeldisstöðinni og var slátrað þar eftir að ársaldri var náð eða flutt á Nautastöðina. Þessi naut voru á aldrinum 13-27 mánaða. Eftir að nautin komu á Nautastöðina fengu þau að meðaltali um 6 kg af heyi og 2 kg af fóðurbæti daglega.
Reiknuð hefur verið út hallalínujafna fallþunga eftir aldri þessara 47 nauta:
y = 8,77x+54,73 r = 0,89Þar sem x er aldur í mánuðum og y er fallþungi í kg.
Með þessari jöfnu var eftirfarandi tafla gerð, þar sem sýndur er fallþungi eftir aldri og áætlaður lífþungi (fallþungi x2).
9. tafla. Samhengi aldurs og fallþunga 47 nauta á Nautastöð Búnaðarfélags Íslands. Einnig er gefinn upp áætlaður lífþungi.
Aldur í mán. | Fallþungi, kg | Áætl.lífþungi, kg |
13 ………. | 169,0 | 338 |
14 ……… | 177,5 | 355 |
15……….. | 186,0 | 372 |
16 ……….. | 195,0 | 390 |
17……….. | 204,0 | 408 |
18 ………. | 13,0 | 426 |
19 ………. | 221,5 | 443 |
20………… | 230,0 | 460 |
21 ……….. | 239,0 | 478 |
22………… | 248,0 | 496 |
23 …………. | 256,5 | 513 |
24………….. | 265,0 | 530 |
25 …………. | 274,0 | 548 |
26 ……….. | 283,0 | 566 |
27……….. | 291,5 | 583 |
Vetrarfóðrun nautgripa, sem beitt er á sumrin
Þá nautgripi, sem beitt er eitt eða tvö sumur, ætti að fóðra mun minna í innistöðunni en t.d. naut, sem alin eru eingöngu inni. Þetta er gert til að nýta hæfni nautgripa til uppbótarvaxtar. Það lýsir sér þannig að kálfar, sem eru sparlega fóðraðir, vinna auðveldlega upp knappa vetrarfóðrun með góðum vexti á beitinni. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt að beitilandið sé gott til þess að gripirnir þroskist eðlilega og nái góðri holdfyllingu fyrir slátrun.
Ef kálfar eru fóðraðir mjög vel að vetrinum vaxa þeir aftur á móti oft tiltölulega lítið á beit að sumrinu. 10. tafla sýnir niðurstöður úr sænskri athugun um áhrif missterkrar innfóðrunar á vaxtargetu að sumrinu.
10. tafla. Áhrif missterkrar innifóðrunar á vaxtargetu að sumrinu.
Hópur |
Þynging að vetrinum
|
Þynging að sumrinu
|
Þynging yfir árið
|
![]() |
alls
|
á dag
|
alls
|
á dag
|
kg
|
A . . . . . . . . . . . . . . . |
1 00 kg
|
540 g
|
75 kg
|
420 g
|
175
|
B . . . . . . . . . . . . . . . |
75 kg
|
41 0 g
|
1 00 kg
|
450 g
|
175
|
C . . . . . . . . . . . . . . . |
55 kg
|
300 g
|
125 kg
|
690 g
|
180
|
D . . . . . . . . . . . . . . . |
35 kg
|
190 g
|
125 kg
|
690 g
|
160
|
Ljóst er af þessari athugun að vanfóðrunin getur orðið það mikil að nægilegur vöxtur náist ekki yfir sumarið.
Fyrstu þrjá mánuðina eru uxarnir fóðraðir á sama hátt og lýst er hér að framan. Tilgangslaust er að setja ungkálfa á beit, þar sem hún kemur þeim ekki að nokkru gagni. Vorfæddir kálfar nýta sér beit mjög lítið fyrsta sumarið. Eldri kálfum (5-6 mán.) er aftur á móti sjálfsagt að beita á kjarngott beitiland, sem ekki er ormasýkt. Eftir að ungkálfaskeiðinu lýkur má fóðra uxana nær eingöngu á gróffóðri, þurrheyi eða votheyi. Þó er rétt að gæta þess að gripirnir fái nægilegt magn af próteini og steinefnum, þar sem skortur á þessum næringarefnum á uppvaxtarskeiðinu getur valdið varanlegu tjóni. Fiskmjöl er úrvalspróteingjafi og með próteinsnauðum heyjum gæti þurft að gefa 100-300 g daglega á grip.
Vetrarfóðrun holdanautgripa
Það er nær óþekkt hér á landi að bændur hafi hjörð holdakúa, sem ganga með kálfum yfir sumarið líkt og gert er í Gunnarsholti. Ekki eru miklar líkur á því að hjarðbúskapur með holdanaut verði hér stór þáttur í framleiðslu nautakjöts, en þar sem vera má að fáeinir bændur sjái sér hag í því að ala upp blendingskýr og láta þær ganga með kálfana, er rétt að drepa hér aðeins á vetrarfóðrun holdagripa. Þar sem innistaða búfjár hérlendis er lengri en þekkist í nágrannalöndunum má reikna með að fóðurkostnaðurinn verði meiri, þar sem minni möguleikar eru á að nýta ódýra beit. Yfirleitt eru holdakýrnar hafðar á það góðu beitilandi að þær nái að safna holdum yfir sumarið og fóðraðar mjög sparlega á veturna þannig að fitusöfnunin nýtist.
Tilraunir hafa verið gerðar erlendis með að fóðra holdakýr eingöngu á lélegu gróffóðri auk vítamína og steinefna. Árangurinn af slíkri fóðrun hefur verið misjafn og virðist reynsla hvers og eins verða að skera úr um hvernig best er að standa að slíkri fóðrun. Til þess að öruggt sé að ekkert fari úrskeiðis er mælt með því að fóðra holdakýr eftir fóðuráætlun fyrir mjólkurkýr. Holdakálfa, sem ganga undir kúm í um 6 mánuði, þarf að fóðra eftir samsvarandi fóðuráætlun og ógelt naut til að nýta sem best vaxtargetuna.