Búnaðarsambandið sér um að leiðbeina og þjónusta nautgripabændur á starfssvæði sínu. Það heldur utan um allt skýrsluhald í nautgriparæktinni á svæðinu, þar sem reynt er að fá sem flesta bændur til að taka þátt í því. Bændur þurfa oft að fá aðstoð við skráningar á upplýsingum í einstaklingsmerkingarkerfið MARK og ýmislegt fleira. Bændum er leiðbeint með ræktun grænfóðurs fyrir mjólkurkýrnar og gerðar fóðrunar- og kynbótaáætlanir fyrir þá sem þess óska. Bændur eru hvattir til að taka þátt í markmiðstengdum búrekstraráætlunum þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka afurðir kúnna (nyt og prótein) án þess að auka tilkostnað verulega. Námskeið og fræðslufundir eru haldnir reglulega um ýmis málefni nautgriparæktarinnar.