Námskeið um sköpulag hrossa og byggingadóma

Námskeið verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi sunnudaginn 15. febrúar frá 9-17. Leiðbeinandi verður Magnús Lárusson kynbótadómari.

Hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur, hvernig á að stilla hesti upp við dóm ofl. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Fyrstu 12 sem skrá sig mega hafa með sér hest á námskeiðið en hámarsksfjöldi er 20 manns.
Námskeiðsgjald er 12.000 og innifalið eru kennslugögn, matur og kaffi. Ábúendur á lögbýlum geta sótt um styrk úr starfsmenntunarsjóði bænda (sjá bondi.is).

Skráningar á gunnar@thingeyrar.is (eða 895-4365) og námskeiðsgjald þarf að greiða samhliða skráningu inn á 307-26-2650, kt 471101-2650.

Samtök hrossabænda A-Hún
Hrossaræktarsamtök V-Hún
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Posted in BHS