Námskeið fyrir bændur og áhugasama aðila um jarðrækt.
Námskeiðinu verður skipt upp í þrjá megin kafla en í þeim verða kynntar rannsóknaniðurstöður í bland við leiðbeiningar um ræktun nytjajurta.
1) Áburðarsvörun túna og skynsemi áburðaráætlana
Sagt frá niðurstöðum nýjustu rannsókna á áburðarsvörun túna og búfjáráburði og hagnýtu gildi þeirra
2) Endurræktun túna og akuryrkja – hvernig fer það saman?
Sagt frá aðferðum við endurræktun og akuryrkju, nýjum og gömlum fóðurjurtum og mögulegum ávinningi fyrir bændur
3) Olíufrærækt
Sagt frá niðurstöðum rannsókna á repju- og nepjuræktun til olíuframleiðslu og möguleikum hennar hér á landi
Staður og stund: mið. 30. mars kl. 13:00-17:00 (5 kennslustundir) í Víðihlíð, V-Hún
Kennari: Þóroddur Sveinsson, sérfræðingur hjá LbhÍ
Verð: 8.500 kr
Skráningar berist til Endurmenntunar LbhÍ um netfangið endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Æskilegt að skráningar berist fyrir 25. mars.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 1500 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Skrá nafn þátttakanda í skýringar og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is
Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is