Námskeið í verkun og geymslu korns

Mánudaginn 3. september verður námskeið í verkun og geymslu á korni. Námskeiðið er skipulagt af Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands en leiðbeinendur verða Bjarni Guðmundsson kennari við LbhÍ og Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal, Skagafirði. Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri.

Nánari upplýsingar má finna hér að neðan sem og á heimasíðu skólans www.lbhi.is undir Námskeið í hægri stiku. Þar má einnig finna skráningarform á námskeiðið.
Kornbændur og aðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta og taka nágrannann með.
Tekið skal fram að þetta námskeið er styrkhæft hjá Starfsmenntasjóði bænda – sjá úthlutunarreglur á www.bondi.is.

Námskeið fyrir kornbændur – Verkun og geymsla korns

Markmið: Að fræða um og ræða helstu þætti sem varða verkun og geymslu fóður- og matkorns (byggs)

Markhópur: Bændur sem rækta korn, verka það, geyma, selja og/eða nýta eða hafa áhuga á einhverju af þessu

Helstu efnisþættir: Fjallað verður um líffræði korns og þroskun, skurð og þreskingu, og rækilega farið yfir mismunandi aðferðir við verkun korns og geymslu, korntap og nýtingu korns. Þá verður fjallað um kostnað við verkun og geymslu korns og leiðir til að lækka hann. Áhersla verður lögð á virka þátttöku námskeiðsgesta í fræðsluferlinum.

Lesefni og gögn: Kennslubókin Verkun og geymsla byggs en auk þess annað efni eftir þörfum. Æskilegt er að þátttakendur geti haft meðferðis/tiltæk gögn og stærðir úr eigin kornrækt og –verkun sem nýst geta í umræðum og við vinnslu verkefna.

Leiðbeinendur: Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri og Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal í Skagafirði.
Tími: mán. 3.sept Kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) á Hvanneyri
Verð: 14.500.- (veitingar og bókin Verkun og geymsla byggs innifalin í verðinu)
Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr staðfestingargjald (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237 – kt. 411204-3590

Posted in BHS