Námskeið í jörð.is

Fyrirhuguð eru námskeið í jarðræktarforritinu jörð.is. Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér vefforritið til að halda utan um jarðræktarsögu búsins, útbúa áburðaráætlanir og nýta við verðsamanburð á milli áburðarsala.

Tölvur verða til staðar á báðum stöðum, svo þátttakendur þurfa ekki að mæta með sínar eigin tölvur. Gott er hins vegar að mæta með túnkort ef menn eiga þau, heyefna- og eða jarðvegsefnagreiningar sem til eru og e.t.v. uppskerutölur síðasta sumars.

Kennari: Borgar Páll Bragason verkefnastjóri hjá BÍ.

Tími:
Fim. 21. okt, kl. 10:00-17:00 í Samstöðusalnum, Þverbraut 1, Blönduósi.
Fös. 22. okt, kl. 10:00-17:00 í Grunnskólanum Hólmavík

Verð: 14.900 kr. (Námskeiðið er styrkhæft úr Starfsmenntasjóði bænda)

Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða í síma: 433 5033/ 433 5000. Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.900 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12.

Posted in BHS